Agyness Deyn
Agyness Deyn
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
OFURFYRIRSÆTAN Agyness Deyn hefur farið á nokkur stefnumót við Spider-Man- leikarann James Franco.

OFURFYRIRSÆTAN Agyness Deyn hefur farið á nokkur stefnumót við Spider-Man- leikarann James Franco. Breska fyrirsætan var kynnt fyrir bandaríska kyntröllinu í samkvæmi í New York í síðasta mánuði og eftir að hafa eytt kvöldinu í daður skiptust þau á símanúmerum.

„Agyness og James hafa hist nokkrum sinnum síðan og eru mjög heit fyrir hvort öðru. Það er alvöru tenging þarna á ferð,“ segir heimildarmaður The Sun um samband fyrirsætunnar og leikarans.

Deyn hefur verið einhleyp síðan hún hætti með tónlistarmanninum Miles Kane, sem er í The Last Shadow Puppets með Alex Turner úr Arctic Monkeys, í október. Franco er nýhættur með leikkonunni Ahna O'Reilly.

„Þetta er samt á byrjunarstigi. Hann er enn náinn Ahna svo það er flókið að fara strax inn í annað samband en það mun líklega fljótlega fara á fulla ferð áfram,“ bætti heimildarmaðurinn við.

Deyn hefur hingað til verið hrifin af rokkstjörnum en ásamt Miles Kane hefur hún verið með Albert Hammond úr The Strokes (en upp úr átta mánaða trúlofun þeirra slitnaði í mars í fyrra), Josh Hubbard úr The Paddingtons og Alex Greenwald úr Phantom Planet.