SEÐLABANKI Íslands lækkaði stýrivexti í 9,5% í gær. Vextir á viðskiptareikningum innlánastofnana lækkuðu jafnframt í 8%, en það vaxtastig má segja að sé ráðandi í dag um fjármagnskjör á Íslandi fremur en stýrivextir. Þórarinn G.

SEÐLABANKI Íslands lækkaði stýrivexti í 9,5% í gær. Vextir á viðskiptareikningum innlánastofnana lækkuðu jafnframt í 8%, en það vaxtastig má segja að sé ráðandi í dag um fjármagnskjör á Íslandi fremur en stýrivextir. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans, sagði á blaðamannafundi í gær að halli á ríkisfjármálunum væri meiri en Seðlabanki Íslands hefði reiknað með í sínum fyrri spám. Hallinn væri þannig um 100 milljarðar króna, sem er 12 milljörðum verri afkoma en upprunalegt fjárlagafrumvarp gerði ráð fyrir. Í Peningamálum Seðlabanka kemur fram að hallarekstur hins opinbera sé nú áætlaður 11% af landsframleiðslu.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar bankans kemur fram að gengi krónunnar hafi í meginatriðum haldist stöðugt frá síðasta sumri, og án nokkurra inngripa bankans frá því í nóvember, eins og það er orðað í tilkynningunni. Peningastefnunefnd telur gengisstöðugleikann jafnframt endurspegla árangur í framfylgd gjaldeyrishafta. Nefndin telur áhættusamt að taka fleiri skref til afnáms hafta á meðan óvissa um Icesave ríkir. thg@mbl.is