RÚV Umdeildar aðgerðir.
RÚV Umdeildar aðgerðir. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
KRUMLA kreppunnar hefur seilst inn á ritstjórnir landsins, nú síðast inn á Ríkisútvarpið. Margir mjög hæfir fréttamenn hafa misst vinnuna og ljóst er að fréttaþjónusta RÚV verður ekki sú sama og hún var.

KRUMLA kreppunnar hefur seilst inn á ritstjórnir landsins, nú síðast inn á Ríkisútvarpið. Margir mjög hæfir fréttamenn hafa misst vinnuna og ljóst er að fréttaþjónusta RÚV verður ekki sú sama og hún var.

Ég skil vel að fréttamönnum RÚV sé verulega brugðið þegar þeir sjá á eftir góðum kollegum. Þetta höfum við blaðmenn á Morgunblaðinu upplifað oftar en einu sinni og tilfinningin er vægast sagt ömurleg.

Fréttamenn RÚV eru ósáttir með niðurskurðinn hjá stofnuninni, eins og fram kom í yfirlýsingu frá þeim á föstudaginn. En í yfirlýsingunni detta þeir í þann pytt að blanda inn í málið óskyldum hlutum. „Þessi óheiðarlega framkoma löggjafarsamkundunnar er með ólíkindum, einkum þegar haft er í huga að á sama tíma styrkir ríkið aðra fjölmiðla um milljarða króna með niðurfellingum skulda í gegnum opinbera banka,“ segir þar.

Einkareknir fjölmiðlar hafa lent í vandræðum og nýir eigendur komið að þeim með niðurfellingu skulda eftir opin útboð. En á sama tíma hefur RÚV fengið hundruð milljóna á fjárlögum og auknu hlutafé, eins og fram hefur komið í fréttum. Fréttamenn RÚV hefðu betur sleppt þessu.

Sigtryggur Sigtryggsson