Páll Vilhjálmsson
Páll Vilhjálmsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Páll Vilhjálmsson er mikið lesinn pistlahöfundur. Hann fer ekki í launkofa með sínar skoðanir og sjálfsagt skrifa ekki allir lesendur hans fyrirvarlaust upp á hverja niðurstöðu. En textinn er lipur og leikandi og röksemdafærslan meitluð.

Páll Vilhjálmsson er mikið lesinn pistlahöfundur. Hann fer ekki í launkofa með sínar skoðanir og sjálfsagt skrifa ekki allir lesendur hans fyrirvarlaust upp á hverja niðurstöðu. En textinn er lipur og leikandi og röksemdafærslan meitluð.

Í pistli í gær segir Páll: „Systurflokkar Vinstri grænna á Norðurlöndum eru ekki á því að láta Hollendinga og Breta ákveða hvort lána eigi Íslendingum. Meiri reisn er yfir norrænum vinstri grænum en formanni flokksins hér heima sem nánast biður Breta og Hollendinga að lemja ærlega á Íslendingum til að bjarga pólitískum ferli formannsins sem nú situr í stól fjármálaráðherra.

Steingrímur J. er kominn út í horn.“

Þetta er sláandi frásögn hjá Páli Vilhjálmssyni. En fáeinum dögum fyrr hafði hann skrifað: „Steingrímur J. stendur í vegi fyrir nýjum Icesave-samningi. Hann ber aðalábyrgðina á þeim fyrri og hefur margítrekað að betri samning sé ekki hægt að fá. Steingrímur hefur pólitíska hagsmuni af því að ekki fáist betri samningur.“

Þessi athugasemd er vissulega mikið umhugsunarefni og röksemdafærslan er sannarlega ekki út í bláinn.

Og það er rétt að hafa í huga að Páll Vilhjálmsson lýsti yfir stuðningi við Vinstri græna fyrir síðustu kosningar og hvatti aðra til að kjósa þann flokk einnig. Þá taldi hann og margur annar að Steingrími J. Sigfússyni og hans flokki vær best treystandi til að gæta hagsmuna Íslands gagnvart þeim sem vilja selja landið inn í Evrópusambandið. Þá varðstöðu Steingríms þekkja menn orðið vel.