<strong>Óðinn</strong><p> Georg Lárusson, Guðmundur Hallvarðsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gæddu sér á afmæliskökunni.
Óðinn

Georg Lárusson, Guðmundur Hallvarðsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gæddu sér á afmæliskökunni. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

FIMMTÍU ár eru liðin frá því varðskipið Óðinn kom til landsins. Afmælinu var fagnað í gær um borð í Óðni, en skipið liggur við festar við Sjóminjasafnið í Reykjavík og er hluti af safninu. Að sjálfsögðu var bökuð afmælisterta á afmælinu.

FIMMTÍU ár eru liðin frá því varðskipið Óðinn kom til landsins. Afmælinu var fagnað í gær um borð í Óðni, en skipið liggur við festar við Sjóminjasafnið í Reykjavík og er hluti af safninu. Að sjálfsögðu var bökuð afmælisterta á afmælinu.

Óðinn tók þátt í öllum þremur þorskastríðunum á 20. öldinni. Öflugasta vopn skipsins var 57 mm fallbyssa, staðsett á palli fyrir framan brúna. Þekktasta og árangursríkasta vopnið í þorskastríðunum var þó togvíraklippurnar. Óðinn reyndist sérlega vel sem björgunarskip. Hann dró tæplega 200 skip til lands eða í landvar vegna bilana, veiðarfæra í skrúfu eða eldsvoða um borð. Óðinn var smíðaður í Álaborg í Danmörku árið 1959, 910 tonn að stærð, 63 m á lengd. egol@mbl.is