28. janúar 1815 Innsigli Reykjavíkur (Sigillum civitatis Reikiavicae) var samþykkt af stjórnarráðsskrifstofunni í Kaupmannahöfn. 28. janúar 1907 Sláturfélag Suðurlands, SS, var stofnað sem samvinnufélag bænda.

28. janúar 1815

Innsigli Reykjavíkur (Sigillum civitatis Reikiavicae) var samþykkt af stjórnarráðsskrifstofunni í Kaupmannahöfn.

28. janúar 1907

Sláturfélag Suðurlands, SS, var stofnað sem samvinnufélag bænda. Það hét fyrst Sláturfélag Árnesinga og Rangæinga.

28. janúar 1912

Íþróttasamband Íslands, „bandalag íslenskra íþrótta- og fimleikafélaga“, var stofnað í Bárubúð (á þeim stað er nú Ráðhús Reykjavíkur). Tólf félög stóðu að stofnun ÍSÍ, sem nú ber heitið Íþrótta- og ólympíusamband Íslands.

28. janúar 2009

Lögregla beitti piparúða og handtók sex mótmælendur framan við Nordica-hótelið í Reykjavík, en þar var haldinn fundur á vegum Atlantshafsbandalagsins.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.