— Reuters
BANDARÍSKIR hermenn á Haítí björguðu þessum manni úr rústum í höfuðborginni Port-au-Prince í fyrrakvöld. Þeir sögðust hafa verið furðu lostnir þegar þeir fundu manninum í rústunum og talið er að hann hafi legið þar í tólf daga.

BANDARÍSKIR hermenn á Haítí björguðu þessum manni úr rústum í höfuðborginni Port-au-Prince í fyrrakvöld. Þeir sögðust hafa verið furðu lostnir þegar þeir fundu manninum í rústunum og talið er að hann hafi legið þar í tólf daga.

Maðurinn er 31 árs, var þakinn ryki, fótbrotinn og með vessaþurð en þótti furðuvel á sig kominn miðað við aðstæður.

Björgunarmennirnir sögðu að maðurinn hefði ekki grafist undir rústunum í jarðskjálftanum mikla 12. janúar, heldur í eftirskjálfta tveimur dögum síðar.

Ekkert lát er á eftirskjálftunum á hamfarasvæðinu. Mikil skelfing greip um sig í tjaldbúðum fyrir heimilislaust fólk í höfuðborginni í gær þegar tveir snarpir eftirskjálftar riðu yfir. Bandarískir skjálftafræðingar spáðu áframhaldandi jarðskjálftum á svæðinu næstu fjórar vikur.

A.m.k. 150.000 manns fórust í stóra skjálftanum.