Kimono Leikur í kvöld til styrktar Haítíbúum.
Kimono Leikur í kvöld til styrktar Haítíbúum. — Morgunblaðið/Valdís Thor
TÓNLEIKAR til styrktar hjálparstarfi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, á Haítí fara fram á Sódóma Reykjavík í kvöld kl. 20.30. Fram koma Mugison, Bloodgroup, Kimono, Morðingjarnir, Ourlives, 13 og Retro Stefson DJ's. Miðaverð er 1.

TÓNLEIKAR til styrktar hjálparstarfi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, á Haítí fara fram á Sódóma Reykjavík í kvöld kl. 20.30. Fram koma Mugison, Bloodgroup, Kimono, Morðingjarnir, Ourlives, 13 og Retro Stefson DJ's. Miðaverð er 1.000 krónur og allur afrakstur miðasölunnar rennur í hjálparstarf UNICEF á Haítí. Einnig verður tekið á móti frjálsum framlögum á www.unicef.is og á tónleikunum.

Ekki þarf að fjölyrða um hörmungar þær sem hafa dunið á íbúum Haítí að undanförnu og hafa ofangreindar sveitir og listamenn, sem eru margar hverjar í framvarðasveit íslenskrar tónlistar, ákveðið að leggja sitt af mörkum við að aðstoða íbúa landsins á þessum erfiðu tímum. Skipuleggjandi tónleikanna er Gylfi Blöndal og hvetur hann eindregið sem flesta til að mæta og óhætt er að taka undir þá hvatningu.

arnart@mbl.is