Lýsandi Slúðurbloggarinn Perez Hilton er ágætis dæmi um áhrif netsins. Hann byrjaði ferilinn á að grúska hér og þar við ritstörf, en það var ekki fyrr en hann fór að slúðurblogga að hann sló í gegn. Kannski ekki til eftirbreytni en Perez er þó fastagestur á rauða dreglinum vinsæla.
Lýsandi Slúðurbloggarinn Perez Hilton er ágætis dæmi um áhrif netsins. Hann byrjaði ferilinn á að grúska hér og þar við ritstörf, en það var ekki fyrr en hann fór að slúðurblogga að hann sló í gegn. Kannski ekki til eftirbreytni en Perez er þó fastagestur á rauða dreglinum vinsæla.
Það eru ekki bara fyrirtæki og framleiðendur sem geta notað netið sér til framdráttar. Fólk í öllum geirum getur nýtt sér netið til að styrkja sig í sessi faglega, vekja á sér athygli og stækka tengslanetið.

Það eru ekki bara fyrirtæki og framleiðendur sem geta notað netið sér til framdráttar. Fólk í öllum geirum getur nýtt sér netið til að styrkja sig í sessi faglega, vekja á sér athygli og stækka tengslanetið.

Að koma upp bloggi um sitt sérsvið getur verið mjög sterkur leikur fyrir alla fagmenn. Hvort sem það er um pípulagnir eða pönnukökubakstur, milliríkjarétt eða taugaskurðlækningar þá getur létt og lítið blogg fljótlega gert höfundinn að „sérfræðingi“ á sínu sviði.

Ekki þarf mikið til og flestir fara létt með að finna innblástur fyrir lítinn pistil í viku hverri. Þegar engan innblástur er að fá má alveg tengja í áhugaverðar fréttir og pistla sem hafa að gera með viðfangsefni síðunnar, og þannig halda dampi.

Ef skrifin eru áhugaverð laða þau smám saman að áhugafólk um þetta svið og geta lent ofarlega í leitum hjá Google. Þegar síðan það gerist að einhver gúgglar „pönnukökur“ eða „taugaskurðlækningar“ eru allar líkur á að viðkomandi rati inn á bloggið og úr því geta síðan orðið ný atvinnutækifæri eða hagnýt fagleg tengsl.

Tengslavefir og spjallþræðir

Miklu skiptir að taka þátt í vefjum eins og LinkedIn og Facebook. Ef rétt er haldið á spilunum má ná miklu út úr LinkedIn og efla þar fagleg tengsl. Facebook hentar betur fyrir óformlega tengslanetið sem er þó ekki síður verðmætt.

Loks getur reynst fagfólki vel að leita uppi spjallsíður um sitt sérsvið og taka þar þátt í umræðunum. Bæði koma oft fram ferskar hugmyndir og nýjungar á slíkum stöðum, en virk þátttaka getur líka skapað mikið af tengslum og gott faglegt orðspor.

Ef enginn vefur er til um þitt sérsvið, hvernig væri þá að taka af skarið og stofna hann? Nú til dags er orðið mjög auðvelt og ódýrt að opna vefsíðu og getur verið stór rós í hnappagatið að hafa komið af stað vef sem síðan reynist kannski vinsælasti vettvangurinn á þínu sviði.