4. febrúar 2010 | Íþróttir | 250 orð | 1 mynd

Mikil áskorun að taka við ÍR-ingum

Viggó Sigurðsson
Viggó Sigurðsson
„ÞAÐ felst mikil áskorun í þessu sem ég vil gjarnan takast á við,“ sagði Viggó Sigurðsson, nýráðinn þjálfari karlaliðs ÍR í handknattleik, í gær. „Forráðamenn ÍR höfðu samband og spurðu hvort ég vildi taka liðið að mér fram á vor.
„ÞAÐ felst mikil áskorun í þessu sem ég vil gjarnan takast á við,“ sagði Viggó Sigurðsson, nýráðinn þjálfari karlaliðs ÍR í handknattleik, í gær.

„Forráðamenn ÍR höfðu samband og spurðu hvort ég vildi taka liðið að mér fram á vor. Ég ákvað að slá til,“ segir Viggó sem stýrði sinni fyrstu æfingu hjá ÍR í fyrrakvöld. Hann tekur við þjálfuninni af Andrési Gunnlaugssyni sem stýrt hefur liðinu undanfarin tæp tvö ár.

ÍR-liðið er í fimmta sæti í 1. deildar með átta stig að loknum 10 leikjum. Viggó segir að keppnin standi nú um að lyfta liðinu upp á næstu vikum og freista þess að ná sæti í úrslitakeppni efstu liðanna þriggja um keppnisrétt við næstneðsta lið N1-deildar.

„Það virðist vera mjög góð umgjörð í kringum ÍR-liðið um þessar mundir og það er ekki síst í ljósi þess sem ég ákvað að taka þetta starf að mér fram á vorið. Þá eru um 20 strákar sem æfa með liðinu, þannig að hópurinn er nokkuð stór,“ segir Viggó sem víða hefur þjálfað á ferli sínum bæði í Þýskalandi og hér heima. Hann gerði Hauka m.a. að meisturum og bikarmeisturum nokkrum sinnum á fyrstu árum aldarinnar.

Mætir syni sínum

Viggó verður nú mótherji sonar síns, Jón Gunnlaugs, sem er þjálfari Þróttar. „Strákurinn sendi mér strax kveðjur í fyrrakvöld þegar ég var kominn til ÍR-inga,“ sagði Viggó sem stýrir ÍR-ingum í fyrsta sinn í kappleik við Fjölni í Grafarvogi annað kvöld en fær síðan Selfoss í heimsókn á þriðjudagskvöldið í íþróttahúsið í Austurbergi. iben@mbl.is

Fletta í leitarniðurstöðum

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.