Björn Ingólfsson heyrði eitt sinn þá kenningu að allar stökur ættu skilyrðislaust að vera hringhendur og tók upp á því að laga alþekktar vísur að því. „Ég held ég hafi með því afsannað kenninguna,“ segir hann.

Björn Ingólfsson heyrði eitt sinn þá kenningu að allar stökur ættu skilyrðislaust að vera hringhendur og tók upp á því að laga alþekktar vísur að því. „Ég held ég hafi með því afsannað kenninguna,“ segir hann.

Yfir þveran eyðisand

einn ég fer að sveima.

Nú er frerið Norðurland,

nú á ég hvergi heima.

Fljúga hvítu fiðrildin

fyrir skrýtinn glugga.

Þarna flýtur einhver inn,

ofurlítil dugga.

Afi vor fór á honum Rauð

einn með hor á bæi

að sækja sporjárn, sykur og brauð,

sitt af hvoru tagi.

Það er margt kunnuglegt við lýsingu Þórarins Eldjárns í Fundarboði frá árinu 1991, en þá hafði verið langvarandi kreppa á Íslandi, og víst á kvæðið erindi við samtímann:

Hefðiáttfélagið heldur

hátíðafund í kvöld.

Kondu ef þú vettlingi veldur

þeir verða með sölutjöld.

Margskonar minjagripi

mun vera að finna þar,

fallega fortíðarsvipi,

framtíð sem eitt sinn var.

Heimsþekktur heiðursgestur

harma mun stórt og smátt,

hann flytur þar fyrirlestur

um flest sem við hefðum átt.

Svo verður umræða á eftir,

aðallega um það

sem áður fyrr að þú kepptir

en átti sér svo ekki stað,

uns örugg við okkur blasir

eftiráviskan spök.

Þá verður núið um nasir

og nöguð handarbök.