3. mars 2010 | Bókmenntir | 225 orð | 1 mynd

Strákur Karlsson heldur út í heim

Fávitinn, Ofvitinn, Örvitinn og Óttar M. Norðfjörð

Ómengaður Óttar Martin Norðfjörð fékk innblástur að nýjku skáldverki sínu þar sem hann sat úti í Barcelona og ígrundaði öldina okkar.
Ómengaður Óttar Martin Norðfjörð fékk innblástur að nýjku skáldverki sínu þar sem hann sat úti í Barcelona og ígrundaði öldina okkar. — Morgunblaðið/Sverrir
UM HELGINA er væntanlegt nýtt skáldverk eftir Óttar M. Norðfjörð.
UM HELGINA er væntanlegt nýtt skáldverk eftir Óttar M. Norðfjörð. Bókin, sem segir frá Strák Karlssyni, sem heldur út í heim og hyggst breyta honum, ber heitið Örvitinn – eða hugsjónamaðurinn, og Óttar lýsir henni sem nóvellu, en Inga Birgisdóttir myndskreytti bókina.

Óttar leggur mikla áherslu á að bókin sé skrifuð fyrir hrun og því ólituð af því. „Ég skrifaði Örvitann í einum rykk þegar ég bjó úti í Barcelona og var að ritstýra bókinni Íslam með afslætti með Auði Jónsdóttur, og saltaði hana svo. Ég er ánægðastur með að hafa skrifað hana fyrir hrun, að ég skuli hafa lumað á handriti sem er algjörlega ómengað,“ segir Óttar. Hann hugðist alltaf gefa bókina út og tók hana fram öðru hvoru til að lagfæra hana og bæta og fyrir síðustu jól þótti honum svo tímabært að koma henni á framfæri.

Heiti bókarinnar vísar í ýmsar áttir og reyndar er bókin öll eitt samansafn af vísunum í allar áttir og setningum héðan og þaðan, enda fylgir henni ítarleg heimildaskrá.

„Nafnið á bókinni vísar þannig í Fávitann eftir Dostojevskíj en líka í Ofvitann eftir Þórberg og svo líka í Birtíng, því ég rakst á það í inngangi að Birtíngi að Voltaire hefði gefið bókina út undir dulnefninu „Demad“ sem Þorsteinn Gylfason, sem skrifaði innganginn, þýddi sem „Örvitinn“. Þegar ég sá það vissi ég að titillinn væri kominn.“

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.