9. apríl 1994 | Menningarblað/Lesbók | 122 orð

ELÍN EBBA GUNNARSDÓTTIR Á mörkunum Er ég vaknaði í morgunn, var veturinn á förum

ELÍN EBBA GUNNARSDÓTTIR Á mörkunum Er ég vaknaði í morgunn, var veturinn á förum og vorið stóð þar friðlaust og þráði að komasst að. En þótt hann væri ferðbúinn var það á hvers manns vörum, að vorinu hann stríddi, því hann leikur oft á það.

ELÍN EBBA GUNNARSDÓTTIR Á mörkunum Er ég vaknaði í morgunn, var veturinn á förum og vorið stóð þar friðlaust og þráði að komasst að. En þótt hann væri ferðbúinn var það á hvers manns vörum, að vorinu hann stríddi, því hann leikur oft á það.

Og stundum þegar óþolið virðist vorið ergja

og það vakir fram á nætur uns sígur því í brjóst,

þá stelst hinn lúmski vetur frammúr til að fergja

og frysta heilu sveitirnar. Það er alveg ljóst.

Því get ég naumast treyst því að tindilfætta vorið

teljist vera komið að hrekja burtu snjó,

því þótt útvarpið í morgun teldi úr því skorið

að alkomið það væri - það bætti við: Og þó.

Höfundur er heimavinnandi húsmóðir í Reykjavík.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.