ARCTICA Finance hf. hefur verið veitt starfsleyfi af Fjármálaeftirlitinu og er nú löggilt verðbréfafyrirtæki samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Félagið var stofnað í lok árs 2008 og eru starfsmenn þess sjö talsins.

ARCTICA Finance hf. hefur verið veitt starfsleyfi af Fjármálaeftirlitinu og er nú löggilt verðbréfafyrirtæki samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

Félagið var stofnað í lok árs 2008 og eru starfsmenn þess sjö talsins. Áður höfðu þeir látið af störfum hjá fyrirtækjaráðgjöf Landsbanka Íslands.

Í tilkynningu frá Arctica Finance segir að félagið sinni óháðri fyrirtækjaráðgjöf, svo sem í tengslum við kaup, sölu og samruna meðalstórra og stórra fyrirtækja, fjármögnun og fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. .