30. apríl 2010 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Samskonar vél og TF-ÖRN í Flugsafnið

*Vélin í góðu lagi og fer fljótlega á loft

Ný í safnið Svanbjörn Sigurðsson, stjórnarmaður og fyrsti safnstjórinn, Arngrímur Jóhannsson flugstjóri og formaður stjórnar safnsins, Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri á Akureyri og Gestur Einar Jónasson safnstjóri.
Ný í safnið Svanbjörn Sigurðsson, stjórnarmaður og fyrsti safnstjórinn, Arngrímur Jóhannsson flugstjóri og formaður stjórnar safnsins, Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri á Akureyri og Gestur Einar Jónasson safnstjóri. — Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
FLUGSAFN Íslands á Akureyri fékk í vikunni Waco YKS-7, flugvél sömu gerðar og sú fyrsta sem Flugfélag Akureyrar keypti árið 1937.
FLUGSAFN Íslands á Akureyri fékk í vikunni Waco YKS-7, flugvél sömu gerðar og sú fyrsta sem Flugfélag Akureyrar keypti árið 1937. Vélin er framleidd í apríl það ár, um sama leyti og gamli TF-ÖRN, sem er þekktur af gömlum ljósmyndum af Pollinum á Akureyri.

Það hefur lengi verið draumur flugáhugamanna og þeirra sem að Flugsafni Íslands standa að eignast slíka vél. Þegar þessi fannst í Bandaríkjunum á síðasta ári var ákveðið að festa kaup á henni. Vélin er í mjög góðu ásigkomulagi og verður flughæf þegar búið verður að setja hana saman. Það má því búast við því að hún sjáist á flugi yfir Akureyri á næstunni.

Flugfélag Akureyrar hf. var stofnað 3. júní 1937. Nafninu var síðar breytt í Flugfélag Íslands. Farþegaflug og póstflug til Reykjavíkur og fleiri staða á landinu hófst árið 1938.

Agnar Kofoed-Hansen, síðar flugmálastjóri, var fyrsti forstjórinn og Vilhjálmur Þór kaupfélagsstjóri KEA, stjórnarformaður.

Fletta í leitarniðurstöðum

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.