Mannvirki Jón Ólafsson reisti Meyjarhofið sem var vígt á Jónsmessunótt árið 2007.
Mannvirki Jón Ólafsson reisti Meyjarhofið sem var vígt á Jónsmessunótt árið 2007.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Við tjaldstæðið Langbrók í Fljótshlíð er hof sem kallað er Meyjarhofið og gefst ferðamönnum kostur á að skoða það undir leiðsögn. Hofið reisti Jón Ólafsson til heiðurs konum og var það vígt á Jónsmessunótt árið 2007. Á Jónmessunótt ári síðar lést Jón.

Við tjaldstæðið Langbrók í Fljótshlíð er hof sem kallað er Meyjarhofið og gefst ferðamönnum kostur á að skoða það undir leiðsögn. Hofið reisti Jón Ólafsson til heiðurs konum og var það vígt á Jónsmessunótt árið 2007. Á Jónmessunótt ári síðar lést Jón. „Jón hafði unnið við grjóthleðslu og hann langaði til þess að gera sýnishorn af fornum byggingarstíl. Hann reisti hofið til heiðurs konum í gegnum tíðina sem héldu lífi í þjóðinni með útsjónarsemi sinni. Þær notuðu landsins gögn og vissu að það þurfti að umgangast náttúruna með virðingu til þess að hún gæfi til baka það sem þurfti til þess að lifa af. Þess vegna heitir hofið Meyjarhofið móðir jörð,“ greinir Ingibjörg Sigurðardóttir, ekkja Jóns, frá.

„Hann fór með hópa í hofið, kvað rímur og sagði sögur en eftir að hann féll frá 2008 höfum við sem eftir erum sagt sögu hofsins og hvernig það var byggt. Við höfum einnig sungið,“ segir Ingibjörg.

Himinlifandi

Meyjarhofið er rekið samhliða Kaffi Langbrók og geta gestir hofsins gætt sér á kjötsúpu og öðrum veitingum á veitingastaðnum, að hofgöngu lokinni. „Það þarf að panta leiðsögn um hofið og hún er aðallega fyrir hópa en það er enginn lágmarksfjöldi. Gestir á tjaldstæðinu hafa stundum tekið sig saman í smáhópa og farið með okkur í hofið.“

Að sögn Ingibjargar hafa ferðamenn verið afar undrandi yfir því að einn maður skuli hafa reist hofið. „Þeir hafa jafnframt verið himinlifandi eftir að hafa skoðað það.“

Meyjarhofið, sem er byggt með flóttagöngum eins og voru gjarnan í langhúsum til forna, er um 10 km austan við Hvolsvöll. Á austurleið er farið af þjóðvegi 1 til vinstri á móts við Hlíðarenda á Hvolsvelli inn Fljótshlíðarveg sem er númer 261.