Kvennaráðstefnan Tengslanet V - Völd til kvenna var haldin í Háskólanum á Bifröst dagana 27.-28. maí sl. Þrjú hundruð konur komu saman á ráðstefnunni sem var hin fimmta í röðinni.

Kvennaráðstefnan Tengslanet V - Völd til kvenna var haldin í Háskólanum á Bifröst dagana 27.-28. maí sl. Þrjú hundruð konur komu saman á ráðstefnunni sem var hin fimmta í röðinni.

Á ráðstefnunni voru samþykktar ályktanir þar sem bent var á mikilvægi þess að gera fræðslu um mannréttindi. þ.ám. fræðslu um samfélagslegan ávinning kynjajafnréttis, að skyldunámsefni í skólum. Þá var einnig samþykkt ályktun þar sem bent er á að fátækt fer vaxandi í íslensku samfélagi og skorað er á stjórnvöld að grípa til aðgerða til að vernda börn gegn afleiðingum sárrar fátæktar.