Stallbakur væntanlegur frá Chrysler NÝR stallbakur frá Chrysler er væntanlegur á markað í Bandaríkjunum innan tíðar. Grind bílsins er splunkuný og verður einnig notuð í Dodge Spirit og Chrysler LeBaron stallbaka næsta haust.

Stallbakur væntanlegur frá Chrysler

NÝR stallbakur frá Chrysler er væntanlegur á markað í Bandaríkjunum innan tíðar. Grind bílsins er splunkuný og verður einnig notuð í Dodge Spirit og Chrysler LeBaron stallbaka næsta haust. Hinn nýi stallbakur, sem kallaður hefur verið JA, verður með sömu tveggja lítra og fjögurra strokka vélinni og er í Chrysler Neon sem var frumsýndur í Evrópu sl. haust en auk þess verður hann fáanlegur með 2,5 lítra V-6 vél frá Mitsubishi.