Sænskunámskeið í Framnäsi í Svíþjóð NÚ Í sumar verður sænskunámskeið fyrir Íslendinga haldið í 21. skiptið í lýðháskólanum í Framnesi í N-Svíþjóð. Um 300 manns hafa sótt námskeiðin fram að þessu.

Sænskunámskeið í Framnäsi í Svíþjóð

NÚ Í sumar verður sænskunámskeið fyrir Íslendinga haldið í 21. skiptið í lýðháskólanum í Framnesi í N-Svíþjóð. Um 300 manns hafa sótt námskeiðin fram að þessu.

Norræna félagið á Íslandi í samvinnu við Norræna félagið í Norrbotten í Norður-Svíþjóð stendur að námskeiðinu. Það eru 15 Íslendingar sem eiga þarna kost á 2ja vikna námskeiði í sænsku í Framnäs folkhögskola dagana 1.­12. ágúst nk.

Kennt verður 6 stundir á dag og auk þess fer fram kynning á lífi og starfi fólks á Norðurkollu. Eftir námskeiðið gefst kostur á þriggja daga ævintýraferð um Lappland. Námskeiðið kostar um 78.000 krónur. Innifalið er ferðir báðar leiðir, kennsla og dvalarkostnaður í tvær vikur.

Þetta er kjörið tækifæri til að sameina sumarleyfi og sænskunám. Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Norræna félagsins.