Byltingarkenndir smokkar Lundúnum, Liverpool. Daily Telegraph. BRESKIR vísindamenn eru vongóðir um að innan tveggja ára verði komin á markað ný getnaðarvörn fyrir karlmenn. Um er að ræða efni sem sprautað er í æð vikulega og lofa niðurstöður góðu.

Byltingarkenndir smokkar Lundúnum, Liverpool. Daily Telegraph.

BRESKIR vísindamenn eru vongóðir um að innan tveggja ára verði komin á markað ný getnaðarvörn fyrir karlmenn. Um er að ræða efni sem sprautað er í æð vikulega og lofa niðurstöður góðu.

Þá boðaði talsmaður Durex-smokkaframleiðandans á miðvikudag, tímamótabreytingar í smokkaframleiðslu. Verða þeir framleiddir úr nýju fjölúretani, Duron, en smokkar hjafa verið framleiddir úr gúmmíefninu latexi í 150 ár.

Breskir vísindamenn segjast ekkert sjá að því að karlmenn taki getnaðarvörn rétt eins og konur, tími sé kominn til að þeir axli ábyrgð til jafns á við konur. Tilraunir hafa verið gerðar með getnaðarvörnina hjá 700 pörum og kom í veg fyrir getnað í 98% tilvika.