Zhírínovskíj á fund Saddams RÚSSNESKI þjóðernisöfgamaðurinn Vladímír Zhírínovskíj heldur senn til Íraks þar sem hann verður gestur í afmæli Saddams Hússeins forseta 28. apríl, að sögn Interfax-fréttastofunnar.

Zhírínovskíj á fund Saddams

RÚSSNESKI þjóðernisöfgamaðurinn Vladímír Zhírínovskíj heldur senn til Íraks þar sem hann verður gestur í afmæli Saddams Hússeins forseta 28. apríl, að sögn Interfax-fréttastofunnar. Talsmaður flokks Zhírínovskíjs, Frjálslynda lýðræðisflokksins, sagði að flokksformaðurinn ætlaði að lyfta írösku þjóðinni upp á afmælisdegi Saddams því í föruneyti Zhírínovskíjs yrði knattspyrnulið og þjóðlagasveit.