Taprekstur hjá Kaupfélagi Héðaðsbúa Mannabreytingar á döfinni Egilsstöðum. TAP varð á rekstri Kaupfélags Héraðsbúa á síðasta ári, en ársskýrsla verður lögð fram á aðalfundi 23. apríl næstkomandi.

Taprekstur hjá Kaupfélagi Héðaðsbúa Mannabreytingar á döfinni Egilsstöðum.

TAP varð á rekstri Kaupfélags Héraðsbúa á síðasta ári, en ársskýrsla verður lögð fram á aðalfundi 23. apríl næstkomandi. Verslun og fiskvinnsla gekk vel, en gífurlegur vaxtakostnaður og tapaðar kröfur eru helstu ástæður tapsins.

Að sögn Jörundar Ragnarssonar kaupfélagsstjóra var reksturinn að mörgu leyti betri en árið á undan, þó að tapið sé fyrirsjáanlega mun meira. Búið sé að ná tökum á rekstrinum og vonandi verður taprekstrinum snúið við á næsta ári. Það sem fyrst og fremst veldur taprekstrinum eru gífurleg fjármagnsgjöld á síðasta ári. Aðspurður um breytingar á yfirstjórn fyrirtækisins vildi hann lítið segja annað en að breytingar geti alltaf átt sér stað.

-Ben.S