6000 á Tombstone Alls höfðu rúm sex þúsund manns séð vestrann Tombstone með Kurt Russell í Laugarásbíói eftir síðustu helgi. Þá höfðu 6000 manns séð spennumyndina Dómsdag með Emilio Estevez. æstu myndir Laugarásbíós er nútímakúrekamyndin Átta sekúndur með...

6000 á Tombstone Alls höfðu rúm sex þúsund manns séð vestrann Tombstone með Kurt Russell í Laugarásbíói eftir síðustu helgi. Þá höfðu

6000 manns séð spennumyndina Dómsdag með Emilio Estevez.

æstu myndir Laugarásbíós er nútímakúrekamyndin Átta sekúndur með Luke Perry í leikstjórn John G. Avildsens (Rocky), The Chase" með Charlie Sheen og Sirens" með Sam Neill, sem leikur umdeildan ástralskan málara í myndinni, Norman Lindsay.

Þá er á áætlun bíósins næstu vikur að sýna The Last Outlaw" með Mickey Rourke, "Even Cowgirls Get the Blues" eftir Gus Van Sant, sem virðist hafa lent í vandræðum með þessa nýjustu mynd sína en hana átti að frumsýna fyrir löngu síðan, Monkey Trouble" með Harvey Keitel og A Bronx Tale", sem Robert De Niro leikstýrir.

Ein af sumarmyndum Laugarásbíós verður svo Endurreisnarmaðurinn með Danny De Vito.

Umdeildur málari; Sam Neill umvafinn skvísum í Sirens".

A Bronx Tale;Fyrsta leikstjóraverkefni Roberts De Niros