Fólk Bandaríska stórstjarnan Tom Cruise hefur að undanförnu leikið í vampýrumyndinni Interview With a Vampire" en er farinn að huga að næsta verkefni og koma tvö hlutverk til greina.

Fólk Bandaríska stórstjarnan Tom Cruise hefur að undanförnu leikið í vampýrumyndinni Interview With a Vampire" en er farinn að huga að næsta verkefni og koma tvö hlutverk til greina. Annarsvegar er um að ræða hlutverk Jack Londons í ævisögulegri mynd og hins vegar gæti hann vel leikið mafíósa í mynd sem byggð er á nýjustu sögu Evan Hunters, Criminal Conversation".

Þriðja myndin í Die Hard" flokknum er í undirbúningi og mun Bruce Willis sem fyrr fara með aðalhlutverkið. Leikstjóri verður John McTiernan, sem leikstýrði fyrstu myndinni svo eftirminnilega, en myndin ku segja frá því hvernig löggan Willis og félagi hans eltast við brjálaðan hryðjuverkamann.

Ástralski leikstjórinn Fred Schepisi er farinn af stað með rómantíska gamanmynd þar sem Meg Ryan leikur frænku Albert Einsteins. Kærasti hennar er ekki rétti maðurinn fyrir hana að mati snillingsins og hann reynir að koma hinum rétta, vélvirkja nokkrum, á framfæri við hana og láta líta svo út að hann sé með talsvert vit í kollinum. Talað er um að Tim Robbins leiki vélvirkjann.

Disneyfyrirtækið hefur sérstakt dálæti á Íslandi. Í mynd þess, The Mighty Ducks 2" eða D2, er sagt frá íslensku íshokkíliði og fer María Ellingsen með eitt hlutverkanna í henni. Í annarri Disneymynd, sem væntanleg er bráðlega, taka Íslendingar þátt í hundasleðakeppni. Heitir sú mynd Járnvilji eða "Iron Will".