Miðaldravandi Serreau Einhver fremsti gamanmyndahöfundur Frakka er Colin Serreau, konan á bak við Þrjá menn og körfu, sem Hollywood endurgerði í Þrír menn og barn 1 og 2. Hún hefur sent frá sér nýja mynd sem heitir einfaldlega La Crise". henni segir...

Miðaldravandi Serreau Einhver fremsti gamanmyndahöfundur Frakka er Colin Serreau, konan á bak við Þrjá menn og körfu, sem Hollywood endurgerði í Þrír menn og barn 1 og 2. Hún hefur sent frá sér nýja mynd sem heitir einfaldlega La Crise".

henni segir Serreau frá hinum miðaldra Victor sem vaknar einn morguninn og kemst að því að konan hans er farin frá honum og hann hefur misst vinnuna. Hann kemur börnunum í fóstur hjá ömmu þeirra og það sem eftir lifir af myndinni reynir hann að púsla aftur saman sínu lífi. Hann kynnist barflugu að nafni Michou, sem tekur fullan þátt í hans miklu vandræðum.

Serreau tekur á ýmsum málum eins og kynþáttafordómum, samskiptum kynjanna og nýaldarspeki og hefur myndin hennar fengið fyrirtaksdóma.

Allt horfið; úr La Crise" eftir Colin Serreau.