Í BÍÓ angar bíómyndir eru mjög í tísku þessa dagana og reyna sumar mjög á þol áhorfenda.

Í BÍÓ angar bíómyndir eru mjög í tísku þessa dagana og reyna sumar mjög á þol áhorfenda. Þessa þróun nú seinustu árin má kannski rekja til Olivers Stones og Spikes Lees sem gerðu þriggja tíma myndir um átrúnaðargoð sín en nú er fjöldi mynda yfir tveir tímar að lengd, sumar hátt í þrjá og Listi Schindlers er á fjórða klukkutíma í sýningu.

Bíóin hafa lent í vandræðum með að koma þessum löngu myndum fyrir á hefðbundnum sýningum sínum og gerist það æ algengara að mynd byrji t.d. 20 mínútur í fimm og 10 mínútur í sjö og síðan níu.

Það eru ekki aðeins stórmyndir eins og Littli Búddha eða "Germinal" sem dragast á langinn. Venjuleg gamanmynd eins og "Mrs. Doubtfire" eða vestri eins og Tombstone" eða spennumynd eins og Pelikanaskjalið eru vel á þriðja tíma í sýningu. Er virkilega ekki hægt að tæma þetta efni á undir 100 mínútum?

Háskólabíó hefur gripið til þess ráðs að auglýsa sérstaklega lengd löngu myndanna sinna fólki til upplýsingar. Það veitir sannarlega ekki af.