Piltarnir úr Keflavík Aftur leitað með neðansjávarmyndavél PILTANNA tveggja úr Keflavík, sem saknað hefur verið síðan í lok janúar, var á þriðjudag leitað með neðansjávarmyndavél.

Piltarnir úr Keflavík Aftur leitað með neðansjávarmyndavél

PILTANNA tveggja úr Keflavík, sem saknað hefur verið síðan í lok janúar, var á þriðjudag leitað með neðansjávarmyndavél.

Viku eftir hvarfið var leitað með neðansjávarmyndavél og nú var farið aftur yfir svæðið frá Stakksvík inn að Vogum. Leitin bar ekki árangur.

Að sögn lögreglunnar í Keflavík hafa fjörur verið gengnar reglulega fra því piltarnir hurfu en engar marktækar vísbendingar hafi borist um hvar þeir gætu verið niður komnir.