Akstur í óbyggðum Umhverfisráðuneytið sendi síðstliðið haust frá sér auglýsingu um reglur Náttúruverndarráðs um akstur í óbyggðum og fer hún hér á eftir: 1. Allur óþarfa akstur utan vega og merktra slóða þar sem náttúruspjöll geta af hlotist er bannaður.

Akstur í óbyggðum Umhverfisráðuneytið sendi síðstliðið haust frá sér auglýsingu um reglur Náttúruverndarráðs um akstur í óbyggðum og fer hún hér á eftir: 1. Allur óþarfa akstur utan vega og merktra slóða þar sem náttúruspjöll geta af hlotist er bannaður.

Með náttúruspjöllum er einkum átt við spjöll á gróðri, jarðvegi og jarðmyndunum, myndun nýrra slóða, hvort sem er á grónu landi, þar með töldu mosavöxnu landi, eða ógrónu.

2. Nauðsynlegum akstri í óbyggðum skal jafnan haga svo að engin náttúruspjöll eða lýti á landi hljótist af.

3. Náttúruverndarráð getur sett sérstakar reglur um akstur á tilteknum svæðum þar sem sérstök hætta er talin á náttúruspjöllum. Reglurnar skulu sendar umhverfisráðuneyti sem birtir þær í Stjórnartíðindum.

4. Náttúruverndarráð og vegamálastjóri gefa út kort með upplýsingum um hvar óheimilt er að aka og á hvaða tímabili.

5. Brot gegn reglum þessum varða sektum eða varðhaldi.

6. Reglur þessar, sem samdar eru og samþykktar af Náttúruverndarráði, eru settar samkvæmt 13. gr. laga nr. 47/1971 og öðlast þegar gildi.