Cadillac fremstur Í KÖNNUN bandaríska markaðsfyrirtækisins J.D. Power um áreiðanleika bíla sem nýlega var birt kemur fram að Cadillac var talinn áreiðanlegasti bíllinn af bandarískum bíleigendum.

Cadillac fremstur

Í KÖNNUN bandaríska markaðsfyrirtækisins J.D. Power um áreiðanleika bíla sem nýlega var birt kemur fram að Cadillac var talinn áreiðanlegasti bíllinn af bandarískum bíleigendum.

Leitað var til 22 þúsund sem höfðu átt sama bíl í fimm ár af árgerð 1989 og þeir beðnir að tilgreina bilanir sem höfðu komið upp í bílum þeirra á síðasta ári. Könnunin náði til 31 bílframleiðanda og 151 bíltegundar.

Þrátt fyrir góða útkomu Cadillac voru það japanskir bílar sem náðu betri meðalútkomu í könnuninni. Könnun sem þessi hefur verið gerð um nokkurra ára skeið og er Cadillac fyrsti bandaríski bíllinn sem talinn er áreiðanlegastur. Í fyrra varð Cadillac í þriðja sæti á eftir Mercedes-Benz og Acura og árið 1990 í fimmta sæti.