Dansframlína BONG flokkurinn hefur smám saman tryggt sig í sessi í framlínu nútímadanssveita og fyrir skemmstu átti flokkurinn tvö lög á safnplötunni Ringulreif, Furious og Do You Remember.

Dansframlína

BONG flokkurinn hefur smám saman tryggt sig í sessi í framlínu nútímadanssveita og fyrir skemmstu átti flokkurinn tvö lög á safnplötunni Ringulreif, Furious og Do You Remember. Furious er nýtt, en Do You Remember endurgerð, eða "remix" af áður útkomnu lagi.

ndurvinnsla laga er vaxandi og blómleg iðja hér á landi, en hefur notið hylli ytra í áraraðir. Útgáfan á Do You Remember á Ringulreif er eina endurvinnsla lagsins sem þau Móeiður og Eyþór gerðu saman, en hún segir að fjórar endurgerðir séu til til viðbótar og upphaflega hafi ætlunin verið að gefa lagið út sér með útgáfunum fimm, sem væmntanlega verði gert síðar.

Móðeiður segir að það sé skemmtilegt að láta lag í hendurnar á öðrum tónlistarmönnum og fá fram fleiri sjónarhorn á lögin. "Það má alls ekki líta á þetta sem svo að við séum ekki ánægð með lagið eins og það er, það er bara svo gaman að senda frá sér lag og fá svo að heyra hvað aðrir sjá í því, enda skiptum við okkur ekkert af endurgerðinni; menn hafa frjálsar hendur."

Morgunblaðið/Sverrir

Frjálsar hendur Endurgerður Bong flokkur.