Hljómsveit framtíðarinnar ROKKSVEITIR íslenskar eru legíó og oft erfitt að marka sér sérstöðu. Vænleg leið til þess er að söngspíra sveitarinnr sé stúlka; í það minsta þar til reynir á frumleika tónlistarinn í útgáfu.

Hljómsveit framtíðarinnar

ROKKSVEITIR íslenskar eru legíó og oft erfitt að marka sér sérstöðu. Vænleg leið til þess er að söngspíra sveitarinnr sé stúlka; í það minsta þar til reynir á frumleika tónlistarinn í útgáfu. Fyrir skemmstu kvaddi sér hljóðs rokksveitin Blackout, sem skartar söngkonunni Jónu de Groot.

lackout á lag á safnplötunni Algjört "kúl", sem Spor gaf út fyrir skemmstu og hyggur á mikla spilaherferð um landið í sumar.

Í Forsvari fyrir Blackout eru Jóna de Groot og Leifur "Hammer", en þau segja að þó sveitin hafi eitthvað byrjað á kræla á sér fyrir nokkru, þá finnist þeim hljómsveitin hafa byrjað fyrir alvöru fyrir fáum vikum. "Blackout dagsins í dag er hljómsveit framtíðarinnar," segja þau í kór, en tveir sveitarmanna er nýgengnir í sveitina. Fyrir vikið segja þau lagið á Aljöru "kúli" ekki dæmigert fyrir sveitina, en sýni þó á henni ákveðna hlið.

Í undanfarinni spilamennsku og væntanlegri hefur hljómsveitin jafnan leikið lög eftir aðra, en þau Jóna og Leifur segjast eiga grúa laga sem eigi eftir að bætast á dagskrána eftir því sem tækifæri gefast. "Við eigum nóg af lögum á breiðskífu, en safnplöturnar eru góðar til að kynna sveitina. Það gæti þó eins farið svo að við sendum frá okkur breiðskífu fljótlega," segja þau glaðbeitt að lokum.

Nýbyrjuð Hljómsveitin Blackout.