Hálfkæringur NÝLIÐIÐ ár var rappár mikið vestan hafs og rapparar lögðu undir sig breiðskífu- og smáskífulista.

Hálfkæringur

NÝLIÐIÐ ár var rappár mikið vestan hafs og rapparar lögðu undir sig breiðskífu- og smáskífulista. Athygli vekur að þó rappið sé almennt talið "svört" tónlist þá hafa latínumenn sótt verulega í sig veðrið og nýlegt dæmi um slíka sókn er puerto ríkverski/kúbverski rapparinn Kurious.

urious, sem heitir víst Jorge Antonio Alvarez, hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir sérkennilegan rappstíl og ekki síst fyrir óbeislaða súrrealíska kímnigáfu.

ólíkt stallbræðrum sínum frá Vesturströndinni rappar Kurious ekki um byssur, kynlíf og dóp. Hann hefur næmt auga fyrir því spaugilega í lífinu og yrkir um það af miskunnarlausu háði og hálfkæringi, en skiptir um yrkisefni hraðar en venjulegur áheyrandi nær að fylgja hinum eftir. Fyrir vikið vera textar Kurious líkari klippimyndum af stórborginni, þar sem ekkert er dregið undan, en innblásnum prédikunum sumra þekktari austurstrandarappara.

Kurious byrjaði að rappa á ellefta árinu, en það var ekki fyrr en hann kynntist Pete Nice úr 3rd Bass sem hann komst inn í tónlistina því Nice réð hann sem snuðrara fyrir Def Jam-útgáfuna. Snemma rann þó upp fyrir mönnum að hann væri betri rappari en snuðrari og þannig varð fyrsta breiðskífan, A Constipated Monkey, til.

Klippimynd Kurious.