500 þúsund til hreinsunardaga BORGARRÁÐ hefur samþykkt að leggja til 500 þús. króna aukafjárveitingu vegna hreinsunar- og fegrunardaga í hverfum borgarinnar.

500 þúsund til hreinsunardaga

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að leggja til 500 þús. króna aukafjárveitingu vegna hreinsunar- og fegrunardaga í hverfum borgarinnar.

Í maímánuði standa yfir hreinsunar- og fegrunardagar í hverfum borgarinnar í samvinnu við íbúasamtök og hverfafélög. Fjárveitingin er ætluð til að styrkja framtakið og er gert ráð fyrir að fjárhæðin skiptist á milli 10 til 12 hverfafélaga. Stuðningur borgarinnar miðast við þátttöku í kynningum og auglýsingu, grillveislu, leiktækjum og hljóðkerfi.