Morgunblaðið/Kristinn Listasafn Kópavogs LISTASAFN Kópavogs, Gerðarsafn, verður formlega opnað í dag, sunnudaginn 17. apríl.

Morgunblaðið/Kristinn Listasafn Kópavogs

LISTASAFN Kópavogs, Gerðarsafn, verður formlega opnað í dag, sunnudaginn 17. apríl. Um leið verður opnuð sýning á úrvali verka úr gjöf sem erfingjar Gerðar Helgadóttur færðu Kópavogsbæ að gjöf árið 1977 og hafa sum verkanna aldrei áður verið sýnd opinberlega. Í listasafninu verður einnig til sýnis úrval verka eldri íslenskra málara, sem Kópavogskaupstaður hefur keypt síðustu 30 ár og úrval úr gjöf sem minningarsjóður Barböru og Magnúsar Á. Árnasonar færði Kópavogsbæ til minningar um þau hjón.