Listaklúbburinn Þýðendakvöldið helgað Brecht ÞÝÐENDAKVÖLDIÐ verður í Þjóðleikhúskjallaranum næstkomandi mánudag, klukkan 20.30. Kvöldið verður að þessu sinni helgað þýðingum á verkum þýska skáldsins Bertolds Brechts.

Listaklúbburinn Þýðendakvöldið helgað Brecht

ÞÝÐENDAKVÖLDIÐ verður í Þjóðleikhúskjallaranum næstkomandi mánudag, klukkan 20.30. Kvöldið verður að þessu sinni helgað þýðingum á verkum þýska skáldsins Bertolds Brechts.

Leikararnir Vigdís Gunnarsdóttir og Baltasar Kormákur sýna stutt atriði úr Kákasíska krítarhringnum og Góðu sálinni frá Sezúan í þýðingu Þorsteins Þorsteinssonar, undir leikstjórn Brétar Héðinsdóttur. Skáldin Þorgeir Þorgeirson og Þorsteinn frá Hamri, auk leikaranna Erlings Gíslasonar og Helgu Bachmann, lesa þýðingar á ljóðum skáldsins.

Að lokum syngja Þuríður Baxter og Jóhanna Þórhallsdóttir nokkur lög við texta Brechts. Þuríður syngur við undirleik Bjarna Jónatanssonar ljóð í þýðingu Þorsteins Gylfasonar og frumflytur meðal annars lag eftir Egil Gunnarsson. Undirleikari Jóhönnu verður Þóra Fríða Sæmundsdóttir.

Vigdís Gunnarsdóttir og Baltasar Kormákur.