Soffía Smith - viðb Mig langar til að minnast ömmu minnar, Soffíu Smith. Hún var glæsileg og myndarleg kona, sem var góð við allt og alla. Amma var alltaf bakandi, sérstaklega kleinurnar frægu sem hún bakaði, ásamt öðru, fyrir kirkjuna og vini og kunningja.

Þegar Gunnar afi dó, tók ég miklu ástfóstri við ömmu. Ég var mikið hjá henni á Tungó, sérstaklega gisti ég þar oft um helgar. Svo þegar maður komst á unglingsárin fækkaði heimsóknunum og gistingunum, en amma átti alltaf sinn stað hjá mér. Nokkrum dögum áður en amma dó, dreymdi mig hana og Gunnar afa heima hjá sér á Tungó og voru þau alsæl.

Ég veit að ömmu líður vel núna, búin að losna undan oki sjúkdómsins sem hrjáði hana síðasta árið og hvílir nú hamingjusöm í fangi afa. Guð blessi þig, amma mín.

Hrafnhildur Ásta.