Vinnuafköst kvenna með legslímuflakk eru 38% minni en hjá öðrum konum. Þetta kemur fram í nýrri alþjóðlegri rannsókn sem kynnt var í gær.

Vinnuafköst kvenna með legslímuflakk eru 38% minni en hjá öðrum konum. Þetta kemur fram í nýrri alþjóðlegri rannsókn sem kynnt var í gær. Jafnframt að 65% kvenna með legslímuflakk þjást vegna verkja og ófrjósemi hrjáir 30-40% kvenna með sjúkdóminn, sem einnig nefnist endómetríósa.

Samtök kvenna með legslímuflakk voru stofnuð árið 2006 og halda þau úti vefsvæðinu endo.is. Umræðan hefur opnast mikið síðan og nú í vor var lögð fram þingsályktunartillaga um sjúkdóminn á Alþingi.