29. júní 2010 | Innlendar fréttir | 74 orð

Afköst kvenna með legslímuflakk minni

Vinnuafköst kvenna með legslímuflakk eru 38% minni en hjá öðrum konum. Þetta kemur fram í nýrri alþjóðlegri rannsókn sem kynnt var í gær.
Vinnuafköst kvenna með legslímuflakk eru 38% minni en hjá öðrum konum. Þetta kemur fram í nýrri alþjóðlegri rannsókn sem kynnt var í gær. Jafnframt að 65% kvenna með legslímuflakk þjást vegna verkja og ófrjósemi hrjáir 30-40% kvenna með sjúkdóminn, sem einnig nefnist endómetríósa.

Samtök kvenna með legslímuflakk voru stofnuð árið 2006 og halda þau úti vefsvæðinu endo.is. Umræðan hefur opnast mikið síðan og nú í vor var lögð fram þingsályktunartillaga um sjúkdóminn á Alþingi.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.