14. júlí 2010 | Viðskiptafréttir | 145 orð | 1 mynd

Askar og Avant gjaldþrota

Gengisdómurinn hafði mikil áhrif

Askar Karl Wernersson var aðaleigandi Aska.
Askar Karl Wernersson var aðaleigandi Aska.
Stjórn Aska Capital samþykkti í gær að óska eftir slitameðferð á félaginu hjá dómstólum. Í gær skipaði Fjármálaeftirlitið bráðabirgðastjórn fyrir félagiðen hana skipa Friðjón Örn Friðjónsson hrl. sem jafnframt er formaður, Hulda Rós Rúriksdóttir, hrl.
Stjórn Aska Capital samþykkti í gær að óska eftir slitameðferð á félaginu hjá dómstólum.

Í gær skipaði Fjármálaeftirlitið bráðabirgðastjórn fyrir félagiðen hana skipa Friðjón Örn Friðjónsson hrl. sem jafnframt er formaður, Hulda Rós Rúriksdóttir, hrl. og Ljósbrá H. Baldursdóttir, löggiltur endurskoðandi.

Segir í tilkynningu að dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar lána hafi haft mikil áhrif á efnahag fyrirtækjanna.

Þann 31. maí voru eignir Avant metnar á um 23 milljarða króna. Eftir dóminn eru eignirnar metnar á 9-13 milljarða króna.

Þar sem eiginfjárstaða félagsins sé neikvæð um að lágmarki 10 milljarða króna og endurskipulagning óvissu háð telji stjórn félagsins sig ekki hafa umboð til áframhaldandi setu.

Þá segir, að staða Aska Capital sé mjög háð afkomu Avant. 31. maí hafi eignir Aska verið metnar á 10 milljarða og skuldir taldar 6,5 milljarðar. Askar eigi kröfu á Avant sem var metin á 7 milljarða króna í maílok.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.