2. október 2010 | Íþróttir | 109 orð | 1 mynd

KR samdi við Walker

Marcus Walker
Marcus Walker
Úrvalsdeildarlið KR í körfuknattleik karla hefur komist að samkomulagi við bandaríska bakvörðinn Marcus Walker og mun hann leika með liðinu í vetur. Walker lék með Colarado State-háskólanum árið 2009 og er hann um 1,80 m á hæð og þykir góður...
Úrvalsdeildarlið KR í körfuknattleik karla hefur komist að samkomulagi við bandaríska bakvörðinn Marcus Walker og mun hann leika með liðinu í vetur.

Walker lék með Colarado State-háskólanum árið 2009 og er hann um 1,80 m á hæð og þykir góður varnarmaður. Karfan.is greinir frá. Walker skoraði um 17 stig að meðaltali á lokaári sínu með háskólaliðinu en hann náði að skora 43 stig í leik gegn Tennessee State. KR-inga búast við því að Walker komi til landsins á mánudag og verður hann því klár í slaginn gegn Stjörnunni í fyrsta leik Íslandsmótsins hinn 7. október.

KR-ingar léku til úrslita í Lengjubikarkeppnni á dögunum þar sem Snæfell hafði betur. seth@mbl.is

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.