22. október 2010 | Blaðaukar | 211 orð | 1 mynd

Breytingar lofthjúps ráða veðri

Undrasmíð Regnboginn er eitt undratákna veðuráttu og alltaf fallegur.
Undrasmíð Regnboginn er eitt undratákna veðuráttu og alltaf fallegur. — Morgunblaðið/Ómar
Veður er hreyfing og aðrar breytingar í lofthjúpnum kringum okkur. Vindur er í raun loftstraumur eða hreyfing lofthjúpsins. Loftið hitnar og kólnar á víxl.
Veður er hreyfing og aðrar breytingar í lofthjúpnum kringum okkur. Vindur er í raun loftstraumur eða hreyfing lofthjúpsins. Loftið hitnar og kólnar á víxl. Þessu veldur straumur og hitabreytingar, síðan fylgja önnur tengd fyrirbæri eins og elding og skýjamyndun, rigning og snjókoma.

Frumorsök þessara fyrirbæra, aflið sem knýr þau áfram, er sólargeislunin sem fellur á jörðina og lofthjúpinn.

Geislun er misskipt eftir stöðum. Mest geislun fellur á flatareiningu sem snýr beint að sól en á aðra sem vísar mjög á ská miðað við sól. Loftið á fyrri staðnum verður því miklu heitara en á þeim síðari. Þessi mishitun veldur mismunandi þrýstingi og þéttleika í lofthjúpnum. Heitt loft er léttara en kalt og leitar því upp á við en kaldara loft kemur í staðinn. Þannig verður vindurinn til, alveg á sama hátt og þegar heita loftið frá miðstöðvarofni í stofunni heima hjá okkur leitar upp á við og getur valdið dragsúg með gólfinu, til dæmis ef ofninn er gegnt glugganum, segir á Vísindavef HÍ.

Það er sem sagt veður hjá okkur vegna þess að lofthjúpur umlykur jörðina og geislar sólar valda hreyfingu í honum. Þetta er líka ástæða þess að ekki er veður á tunglinu. Þar eru reyndar sólargeislar en hins vegar er enginn lofthjúpur og því enginn vindur eða raki.

sbs@mbl.is

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.