Frá bókabúðinni frægu Shakespeare & Company í París.
Frá bókabúðinni frægu Shakespeare & Company í París.
Fyrir sumum er borg bara eftirminnileg ef þar er að finna almennilega bókabúð. Lonely Planet-bókaútgáfan hefur nú tekið saman lista yfir tíu bestu bókabúðir heims og hægt að kynna sér hann á vefsetri fyrirtækisins, lonelyplanet.com .

Fyrir sumum er borg bara eftirminnileg ef þar er að finna almennilega bókabúð. Lonely Planet-bókaútgáfan hefur nú tekið saman lista yfir tíu bestu bókabúðir heims og hægt að kynna sér hann á vefsetri fyrirtækisins, lonelyplanet.com .

Búðirnar eru misþekktar, einna þekktastar búðirnar Shakespeare & Company í París og City Lights Books í San Francisco, en aðrar búðir á listanum eru Librería El Ateneo Grand Splendid í Buenos Aires, sem er í gömlu leikhúsi, Livraria Lello í Porto, ferðabókabúðin Daunt Books í Lundúnum, Another Country í Berlín, The Bookworm í Beijing, Selexyz Dominicanen í Maastricht, sem er í gamalli kirkju, Bookàbar í Róm og Atlantis Books í Santorini.