Söngfuglinn Duffy dansar eins og töfradís og hnykkir mjöðmum í Bollywoodstíl.
Söngfuglinn Duffy dansar eins og töfradís og hnykkir mjöðmum í Bollywoodstíl.
Plata velsku söngkonunnar Duffy, Rockferry, hefur verið eitt glæstasta framlag breska söngkonuæðisins til dægurtónlistarinnar hin síðustu ár en platan kom út á því herrans ári 2008 og líknaði vitstola, hrunskemmdum Íslendingum það árið svo um munaði.
Plata velsku söngkonunnar Duffy, Rockferry, hefur verið eitt glæstasta framlag breska söngkonuæðisins til dægurtónlistarinnar hin síðustu ár en platan kom út á því herrans ári 2008 og líknaði vitstola, hrunskemmdum Íslendingum það árið svo um munaði. Tónþyrstir hafa því beðið með vatnið í munninum eftir næsta skammti og því gleðilegt frá því að segja að platan Endlessly kemur út í enda þessa mánaðar. Platan er unnin í samvinnu við gamla stríðshrossið Albert Hammond, en Bernard Butler Suede-liði lagði hins vegar mikið til á síðustu plötu. Fyrsta smáskífan, „Well, well, well“, kemur út um þessa helgi en þar nýtur Duffy liðsinnis hipphoppsveitarinnar knáu Roots.