Bára 10 ára gömul.
Bára 10 ára gömul.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Bára Magnúsdóttir er frumkvöðull bæði í heimi dans og líkamsræktar á Íslandi en hún rekur Dansrækt JSB í Lágmúlanum.

Bára Magnúsdóttir fæddist hinn 6. mars árið 1947. Hún er gift Ágústi Schram og eiga þau fimm börn, Ólaf, Magnús, Þórdísi, Unni Lísu og Önnu Hlín. Barnabörnin eru orðin tíu og er eitt á leiðinni.

Bára er dansmenntuð frá Ballettskóla Þjóðleikhússins auk þess sem hún stundaði framhaldsnám í dansi í London. Hún er eigandi Dansræktar JSB, sem samanstendur annars vegar af líkamsrækt og hins vegar af Danslistarskóla JSB. Líkamsrækt JSB er mörgum kunn og hefur hjálpað ófáum konunum við að missa nokkur kíló og komast í betra form. Við Danslistarskólann er hægt að stunda nám á djassballettbraut eða á listdansbraut á bæði grunn- og framhaldsskólastigi. JSB-nafnið er vísun í Jazzballettskóla Báru, skólann sem Bára stofnaði formlega árið 1967.

Bára hreppti fyrr í ár þakkarviðurkenningu Félags kvenna í atvinnurekstri fyrir framúrskarandi ævistarf.

ingarun@mbl.is