Það var í nógu að snúast bæði fyrir börn og fullorðna á fyrsta bekkjarkvöldi skólagöngunnar.
Það var í nógu að snúast bæði fyrir börn og fullorðna á fyrsta bekkjarkvöldi skólagöngunnar. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ekki fór hjá því að spennu gætti hjá krökkunum í 1-KL í Mýrarhúsaskóla þegar kom að fyrsta bekkjarkvöldi skólagöngunnar. Tilefnið var ekki af verri endanum, að skreyta piparkökukarla og kerlingar, jafnvel heilu piparkökuhúsin.

Ekki fór hjá því að spennu gætti hjá krökkunum í 1-KL í Mýrarhúsaskóla þegar kom að fyrsta bekkjarkvöldi skólagöngunnar.

Tilefnið var ekki af verri endanum, að skreyta piparkökukarla og kerlingar, jafnvel heilu piparkökuhúsin.

Sumir virtust reyndar misskilja fullkomlega tilganginn með þessu bekkjarkvöldi og borðuðu piparkökurnar. Átti það bæði við um börn og fullorðna.

Og fyrstu tuttugu mínúturnar fóru reyndar í allt annað en að skreyta piparkökur. Kannski síðasti hálftíminn líka. Þann tíma notuðu krakkarnir samviskusamlega til að hlaupa um ganga skólans, án þess þó að hætta sér alltof langt, og fylgdi því nokkur skarkali. Það truflaði nefnilega engan.

Óljóst er hvort hávaðinn stafaði af látum í krökkunum eða öðrum ærslabelgjum, nefnilega skóladraugunum. Ef marka má skýrslur sem foreldrarnir fengu reglulega þennan dag, þá eru ófáir slíkir á göngunum í Mýró, ekki síður en í Hogwarts-skóla.

Pétur Blöndal pebl@mbl.is