Kvikmyndaleikstjórinn Ron Howard segist vera að velta því fyrir sér að fá dansk-bandaríska leikarann Viggo Mortensen í hlutverk Rolands Deschains, byssubrandsins sem er söguhetja skáldsagnasyrpu Stephens Kings, The Dark Tower , sem vinna á þrjár kvikmyndir upp úr.
The Dark Tower samanstendur af sjö bókum og mun sú áttunda vera á leiðinni. Mortensen er ekki óvanur því að leika hetjur og hörkutól, fór með hlutverk Aragorns í þremur kvikmyndum Hringadróttinssögu . Hetjan í The Dark Tower er hins vegar ekki ljós heldur býsna dökk. Tveir aðrir leikarar hafa verið orðaðir við hlutverkið, þeir Hugh Jackman og Jon Hamm.