Svafar Gestsson.
Svafar Gestsson.
Eftir Svafar Gestsson: "Jólagjafir ætla ég ekki að ræða hér en fagna því samt, á mínum tæplega 30 ára sjómannsferli, að eignast loks góðan sjópoka."

Nú get ég ekki orða bundist vegna óundirritaðra blaðaviðtala um jólagjöf Skinneyjar-Þinganess til starfsmanna.

Ég vinn fyrir það góða fyrirtæki Skinney-Þinganes, sem er undir stjórn margra góðra manna, og ég er stoltur af því að fá að taka þátt í þeirri verðmætasköpun sem þetta góða fyrirtæki skilar til þjóðarbúsins, með góðum skipsáhöfnum og skipstjórnarmönnum ásamt frábæru landverkafólki sem vinnur úr þeim afla sem berst á land með skipum fyrirtækisins hvort sem er að nóttu sem degi og gerir sem mest verðmæti úr aflanum þjóðinni til hagsbóta á þessum erfiðu tímum

Jólagjafir ætla ég ekki að ræða hér en fagna því samt, á mínum tæplega 30 ára sjómannsferli, að eignast loks góðan sjópoka.

Við ykkur auðnuleysingjana, sem felið ykkur með nafnleynd bak við tölvuskjái, hafið aldrei migið í saltan sjó né unnið ærlegt handtak og þorið ekki að koma fram undir nafni, hef ég bara eitt að segja:

Ragur er sá er við rassinn glímir.

Ég óska stjórnendum Skinneyjar- Þinganess, skipsfélögum, landverkafólki og jafnframt öllum Hornfirðingum gleðilegra jóla, árs og friðar.

Megi nýja árið færa okkur öllum meiri hagsæld og velfarnað með samstilltu átaki.

Höfundur er vélstjóri á Jónu Eðvalds sem er í eigu Skinneyjar-Þinganess.