Út er komin bókin Beðið eftir Sigurði . Er hún afurð vinnu ritlistarnema við Háskóla Íslands á árinu.

Út er komin bókin Beðið eftir Sigurði . Er hún afurð vinnu ritlistarnema við Háskóla Íslands á árinu. Bókin er að vissu leyti sjálfstætt framhald smásagnasafnsins Hestar eru tvö ár að gleyma , en nemendur vildu leyfa öðrum (en skúffunni) að njóta þess sem þau höfðu lært.

Í Beðið eftir Sigurði eru textar eftir 22 ritlistarnema, hver með sínu sniði og inntaki, og segir í tilkynningu að þeir eigi ekkert sameiginlegt nema bókarkápuna. Verkin eru af ýmsum toga, allt frá fríljóðum upp í lengri smásögur.

Útgefandi er Ritvélin – Félag ritlistarnema við Háskóla Íslands. Bókin er 145 bls.