Kammerkór Norðurlands hefur sent frá sér hljómdisk sem ber nafn kórsins. Á diskinum eru verk íslenskra tónskálda, Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar, Tryggva M. Baldvinssonar, Jóns Nordals, Jóns Ásgeirssonar og Báru Grímsdóttur.

Kammerkór Norðurlands hefur sent frá sér hljómdisk sem ber nafn kórsins. Á diskinum eru verk íslenskra tónskálda, Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar, Tryggva M. Baldvinssonar, Jóns Nordals, Jóns Ásgeirssonar og Báru Grímsdóttur. Þá eru þjóðlög í útsetningu Jórunnar Viðar, Hjálmars H. Ragnarssonar, Árna Harðarsonar og Hafliða Hallgrímssonar.

Kammerkór Norðurlands var stofnaður árið 1998 og er skipaður söngvurum víðsvegar að af Norðurlandi. Stjórnandi hans er Guðmundur Óli Gunnarsson.