ABC Barnahjálp mun gefa fátækum börnum í Pakistan borð og stóla í kennslustofur þeirra, en um 1.400 af 3.000 börnum í ABC-skólunum vantar borð og stóla.

ABC Barnahjálp mun gefa fátækum börnum í Pakistan borð og stóla í kennslustofur þeirra, en um 1.400 af 3.000 börnum í ABC-skólunum vantar borð og stóla.

Fyrir stuttu stóðu nemendur í Hamrahlíð fyrir fjáröflun fyrir börn í Pakistan og dugðu þær gjafir til að kaupa borð og bekki fyrir ABC-skólann í Peshawar, Rawalpindi og Hamrajpura eða samtals fyrir 442 börn. Einnig lagði fyrirtækið Þekkingarmiðlun til borð og bekki fyrir 262 börn í þremur ABC-skólum í Lahore og nágrenni auk smærri gjafa. Þá hafa ABC Barnahjálp borist tvær gjafir að upphæð 500 þúsund krónur hvor og verða þær notaðar til að kaupa skólabíl fyrir börnin í Rawalpindi.