Vígalegur Leikarinn Sean Bean í Game of Thrones.
Vígalegur Leikarinn Sean Bean í Game of Thrones.
Á aðdáendavef sjónvarpsþáttanna Game of Thrones , Winter is Coming, segir að verið sé að skoða Ísland sem mögulegan tökustað annarrar þáttaraðar.

Á aðdáendavef sjónvarpsþáttanna Game of Thrones , Winter is Coming, segir að verið sé að skoða Ísland sem mögulegan tökustað annarrar þáttaraðar.

Þættirnir eru framleiddir af fyrirtækinu HBO sem framleitt hefur marga vinsælustu sjónvarpsþætti Bandaríkjanna hin síðustu ár, m.a. Sopranos.

Á síðunni segir að þættirnir verði að mestu teknir á Norður-Írlandi líkt og verið hafi með fyrri þætti en nú hafi heyrst af því að verið sé að skoða Ísland og Marokkó sem mögulega tökustaði.

Þættirnir eru byggðir á bókasyrpunni A Song of Ice and Fire eftir George R.R. Martin en HBO keypti sjónvarpsréttinn að þeim árið 2007. Sögunum hefur verið líkt við Hringadróttinssögu en í þeim segir af mönnum og ævintýraskepnum í ímynduðum heimi og harðri baráttu valdamikilla fjölskyldna um krúnuna í konungsríki einu.